top of page

Ferilskráin mín

 

Árið 2014 lauk ég meistaranámi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og  markþjálfun á sama tíma. Er núna ACC vottaður markþjálfi og félagi í International Coach Federation (ICF) með yfir 500 tíma í reynslubankanum og ég mun ljúka PCC vottun fyrir árslok 2021.

Ég hef unnið við mannauðsstjórnun og ráðgjöf síðan árið 2007, lengst af í ferðageiranum. Síðastliðin 5 ár hef ég unnið sjálfsætt sem mannauðsráðgjafi, fræðslustjóri og markþjálfi. 

Í mannauðsmálum hef ég  víðtæka reynslu af því að stýra faglegu ráðningarferli og veita stjórnendum ráðgjöf á því sviði. Sú reynsla kemur sér vel í markþjálfun því ég vinn mikið með markþegum sem eru að hugsa um að skipta um starf eða jafnvel starfsvettvang, Einstaklingar sem efla sig í starfi, brýna sig eða pússa eða finna nýja fjöl.

 

Ég býð upp á úrlestur styrkleikagreininga Strengths Profile. Rannsóknir sýna að þegar við notum styrkleika okkar erum við ánægðari, komum meiru í verk og erum líklegri til að ná markmiðum okkar.  Helsti styrkleiki minn þessa stundina skv. styrkleikagreiningunni er ADVENTURE, sem þýðir að ég hræðist ekki að taka áhættu og hef gaman af því að stíga út fyrir þægindahringinn. Annar styrkleiki sem er í reglulegri notkun er CATALYST, sem þýðir að ég nýt þess að hvetja aðra til dáða og sjá þá ná árangri með því að láta hluti gerast.

Hef einnig orðið mér úti um réttindi til að framkvæma og greina persónuleikapróf, er vottaður Predictive Index® Analyst.

Sáttamiðlun eru verkefni sem ég tek jafnframt að mér, þá helst hvað varðar samskipti og ágreining á vinnustöðum.

Fararstjórn og leiðsögn eru líka verkefni sem ég tek að mér reglulega og fer með hópa til Ítalíu, Slóveníu og Króatíu. Í kófinu stýrði ég vinsælum sýndarferðalögum fyrir Heimsferðir.  Kjarninn minn er hins vegar í tónlist, því ég er menntuð söngkona og söngkennari.

bottom of page