top of page

Róm, um Róm, frá Róm, til ...💞

Andblærinn sem bærist þegar þessi borg er til umfjöllunnar er gildishlaðinn.


Þegar veiran stýfði af okkur flugfjaðrirnar, aftur, síðasta haust, þá snéri ég vörn í sókn. Sýndarferðalögin og ferðakynningarnar sem ég hef stýrt fyrir Heimsferðir eru orðnar 10 talsins og var síðasta kynningin í gær, því nú er vor í bæ og borg. Þá voru teknar fyrir fjórar borgir: Porto, Lissabon, Ljubljana og Róm.


Þessar kynningar hafa verið gefandi en alls ekki til þess fallnar að sefa ferðaþránna, hún hefur bara aukist.


Í gær fékk ég 15 frægðarmínútur til að kynna Rómarborg. Það er náttúrulega ógerningur og ég fór eins og köttur í kringum heitan graut varðandi efnistök í byrjun.


Ég upplifði spenning en fyrst og fremst lotningu fyrir mannkynssögunni og sögu borgarinnar. Einnig fann ég fyrir sterkt fyrir tengingunni við Ítalíu og ég segi stundum að ég hljóti að hafa átt fyrri líf þar, líklega í Assissi.


Róm er svona borg sem allir jarðarbúar ættu að koma til a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni og drekka í sig söguna. Það hlýtur eiginlega vera að við séum öll með erfðaefni þaðan í líkamanum. Kannski höfum við öll átt einhver fyrri líf í Rómarveldi sem var víðfeðmasta ríki sögunnar, heimsveldi, um tíma.


Ólafur Gíslason og Una Sigurðardóttar fararstjóra sem hafa séð um Rómarferðirnar í mörg ár og eru meira en hafsjór af fróðleik. Óli á þennan pistil sem hann skrifaði fyrir nokkrum árum og heitir Ferðin til Rómar. Ég hvet ykkur til að lesa þennan frábæra pistil.


Um páskana hlustaði ég svo á áhugaverðan þátt í Frjálsar hendur, podcasti Illuga Jökulssonar. Hann fjallaði um Rómarkeisara og fylgjendur Krists


Ef þú hefur áhuga á að skella þér til Rómar á næstunni, er borgarferð í boði með þessum reyndu fararstjórum ásamt Ingólfi Níels Árnasyni þann 15. október 2021.




Recent Posts

See All

Comments


bottom of page